Framtíðarfólk
Þróunarverkefnið Framtíðarfólk er tilraunaverkefni skólaárið 2024- 2025. Tilgangur þess er að flétta saman þau þróunarverkefni sem skólinn hefur verið að vinna að síðustu ár. Þau eru Grænfáni, Heilsueflandi grunnskóli, Leiðtoginn í mér og Réttindaskóli Unicef. Öll þessi verkefni tala vel saman og eru markmið þeirra oft lík eða þau sömu. Þar sem öll miða þau að kennslu í hæfni sem við teljum mikilvæga fyrir framtíðarhæfni nemenda okkar voru þau sett undir einn hatt Framtíðarfólks.
Fjölmörg viðfangsefni í skólastarfinu styðja vel við markmið Framtíðarfólks að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda, meðvitund þeirra um umhverfi sitt og hvernig þau geti haft jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Má þar nefna Barnaþing sem haldið er í tengslum við vinnu Réttindaskóla Unicef, þemavinnu þar sem nemendur vinna þvert á aldur í verkefnum sem efla samvinnu, danskennsla og hópefli hjá Jóni Pétri og svo mætti lengi telja.