roofing

Grunnskóli Borgarfjarðar starfar á þremur starfsstöðvum, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Þrátt fyrir að vera sami skólinn hafa starfsstöðvar haldið sínum sérkennum frá sameiningu árið 2010.

Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Hugtökin þrjú lýsa best skólastarfi GBf og við hverju nemendur mega búast innan hans.  

Gleði vísar til þeirra jákvæðu viðhorfa sem skólinn vill að nemendur hafi til námsins og skólans og sé um leið lýsandi fyrir ríkjandi samskiptaform. Án gleðinnar er erfitt fyrir nemendur að ná þeim góða árangri sem skólinn væntir af þeim.  

Heilbrigði, vísar til andlegs og líkamlegs heilbrigðis sem er lykilþáttur nemenda til að ná árangri. Skólinn leggur sitt af mörkum til að auka heilbrigði nemenda með daglegri, skipulagðri hreyfingu og hollum mat í mötuneytinu.  

Árangur vísar til þess árangurs nemenda sem skólinn vill að hver einstaklingur nái bæði í námi og á félagslega sviðinu.