Erlent samstarf
Grunnskóli Borgarfjarðar hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, bæði á vegum Nordplus og Erasmus+. Oftast hefur verið um samstarf nemenda á unglingastigi að ræða, þar sem nemendur heimsækja jafnaldra sína og taka svo á móti hópnum hér á Íslandi.
Yfirstandandi verkefni
Haustið 2024 hóf Grunnskóli Borgarfjarðar samstarf við Hunderupskolen í Odense, Danmörku og Jussinpekan Koulu í Sievi, Finnlandi. Samstarfsverkefnið ber yfirheitið „Cultural heritage“ og snýr að menningarsögu þátttökulandanna þriggja. Nemendur fara í heimsóknir til skiptis og var fyrsta heimsóknin til Danmerkur í apríl 2025. Í Danmerkurheimsókninni var áhersla lögð á að kynnast sögu og sögum HC Andersen, í Finnlandi verður áherslan lögð á ævintýraheim Tove Jansson og á Íslandi verða gestirnir kynntir fyrir Snorra Sturlusyni.
Verkefni fyrri ára
Erasmus+ 2021
Lettland Portúgal Rúmenía Spánn Tékkland
Farið var í heimsókn til þessara landa og unnin fjölbreytt verkefni á hverjum stað sem tengdust námsumhverfinu. Í hverri heimsókn fóru 5 nemendur frá hverju þáttökulandi auk þess að tveir kennarar fylgdu hópnum. Í heimsókninni til Íslands var sérstaklega lögð áhersla á samspil Íslendinga og náttúrunnar og hvernig hún bæði verndar okkur og ógnar.
Nordplus Junior 2019
Hunderupskolen Odense Danmörku
Vanttilan koulu Espoo Finnlandi
Hunderupskolen, Odense Danmörku
Tilsi Secondary School, Tilsi, Eistlandi
Nordplus Junior 2014
Norre Nebel Skole Danmörku
Putan koulu Tornio Finnlandi
Nordplus Junior 2012
Hunderupskolen Odense, Danmörku
Seta Gymnasium of Kedainiai, Litháen