roofing

Erlent samstarf

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, bæði á vegum Nordplus og Erasmus+. Oftast hefur verið um samstarf nemenda á unglingastigi að ræða, þar sem nemendur heimsækja jafnaldra sína og taka svo á móti hópnum hér á Íslandi.

Yfirstandandi verkefni

Haustið 2024 hóf Grunnskóli Borgarfjarðar samstarf við Hunderupskolen í Odense, Danmörku og Jussinpekan Koulu í Sievi, Finnlandi. Samstarfsverkefnið ber yfirheitið „Cultural heritage“ og snýr að menningarsögu þátttökulandanna þriggja. Nemendur fara í heimsóknir til skiptis og var fyrsta heimsóknin til Danmerkur í apríl 2025. Í Danmerkurheimsókninni var áhersla lögð á að kynnast sögu og sögum HC Andersen, í Finnlandi verður áherslan lögð á ævintýraheim Tove Jansson og á Íslandi verða gestirnir kynntir fyrir Snorra Sturlusyni.

 

Verkefni fyrri ára

Living and learning in natural and green environment 2021- 2023

Erasmus+ 2021

Lettland        Portúgal     Rúmenía       Spánn        Tékkland

Farið var í heimsókn til þessara landa og unnin fjölbreytt verkefni á hverjum stað sem tengdust námsumhverfinu. Í hverri heimsókn fóru 5 nemendur frá hverju þáttökulandi auk þess að tveir kennarar fylgdu hópnum. Í heimsókninni til Íslands var sérstaklega lögð áhersla á samspil Íslendinga og náttúrunnar og hvernig hún bæði verndar okkur og ógnar.

17 Global Goals 2019-2021

Nordplus Junior 2019

Hunderupskolen Odense Danmörku

Vanttilan koulu Espoo Finnlandi

The Voice of Teenagers 2016-2018
Nordplus Junior 2016

Hunderupskolen, Odense Danmörku

Tilsi Secondary School, Tilsi, Eistlandi

Nordic Learning Environments 2014- 2017

Nordplus Junior 2014

Norre Nebel Skole Danmörku

Putan koulu Tornio Finnlandi

Teenager- an active citizen 2012-2013

Nordplus Junior 2012

Hunderupskolen Odense, Danmörku

Seta Gymnasium of Kedainiai, Litháen