roofing

Útikennsla

Börnin hafa val um að fara í gönguferðir með kennurum þar sem lögð er áhersla á að fræðast um náttúruna og umhverfið í kringum okkur. Fylgst er með breytingum sem verða á gróðri og dýralífi eftir árstíðum, ásamt því að nýta þann efnivið sem á vegi okkar verður. Þá notum við gönguferðirnar til að kynnast nærumhverfi skólans. Einnig notum við tilbúin verkefni í útikennslu sem auka skilning á náttúru, vísindum og umhverfi þar sem verkefnin eru leyst við aðrar aðstæður heldur en leikskólinn bíður uppá innandyra. Með útikennslu fá börnin aukna hreyfingu, meira þol og betri hreyfifærni ásamt því að auka einbeitingu og styrkja félagslega færni. Einn liður í útikennslu og starfi elstu barnanna hjá okkur er UMSB húsið.

UMSB húsið

UMSB húsið er staðsett við íþróttahúsið og Skallagrímsgarð. Tveir elstu árgangar leikskólans fara þangað eftir ákveðni skipulagi en þeim er skipt í hópa og er hver hópur viku í senn, því fer hvert barn þriðju hverju viku þangað, þetta er þó breytilegt eftir stærð árganga hverju sinni. Foreldrarnir mæta þangað með börnin á morgnana og taka starfsmenn leikskólans á móti þeim þar. Börnin eiga bækistöð þar en nýta umhverfið til útikennslu og fara í ýmiskonar vettvangsferðir. Húsið er staðsett í nágreni við Grunnskólann í Borgarnesi og nýtist nálægðin til að brúa bilið milli leik- og grunnskóla með því að kynna börnunum vel umhverfi hans, en það ýtir undir öryggi í þeim aðstæðum. Börnin borða morgun- og hádegismat í UMSB húsinu og taka þau virkan þátt í undirbúningi máltíða og frágangi, en það er liður í lífsleikni. Börn og starfsfólk fara upp í Ugluklett með skólabíl grunnskólans, en börnin öðlast þar reynslu í notkun skólabílsins.