roofing

Í Uglukletti er áhersla lögð á góð samskipti og samstarf við foreldra. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum. Í leikskólanum er borin virðing fyrir tíma foreldra og barna og mikilvægi samveru þeirra. Þegar barn byrjar hjá okkur í leikskólanum fara foreldrar og börn í gegnum aðlögunarferli sem nefnist þátttökuaðlögun..

Við viljum að foreldrar séu óhræddir við að koma og ræða um hvaða málefni barnsins sem er. Við hvetjum þá til að koma, láta í sér heyra og “skipta sér af” skólastarfinu. Við nýtum til dæmis foreldramatsblöð í tengslum við foreldrasamtöl en þar eru spurningar sem snúa að áhugasviði barnsins, styrkleikum auk þess sem hugað er að næstu skrefum í námi þess.

Ýmsar upplýsingar um starfið má finna í foreldrahandbókinni.