roofing
Ugluklettur starfar eftir lögum um leikskóla frá 2008 og Aðalnámskrá leikskóla auk þess sem skólasamfélagið hefur mótað saman stefnu sem birtist í skólanámsskrá. Einkunnarorð leikskólans eru leikur, virðing og gleði.
Unnið er eftir kenningum um Jákvæða sálfræði og kenningum Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði. Í leikskólastarfinu er frjálsum sjálfsprottnum leik gert hátt undir höfði þar sem hann er í senn náms- og þroskaleið barnsins og kennsluaðferð kennarans. Borin er virðing fyrir fjölbreytileika innan barnahópsins og stuðlað að vellíðan, jákvæðni og gleði í starfinu öllu.