Tekið hafa gildi lög sem styðja við farsæld. Lög þessi eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.
Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Starfsfólk leik,-grunn- og framhaldsskóla, félagsþjónustu, íþrótta, tómstunda eða heilbrigðisþjónustu hefur fengið aukna ábyrgð sem felur í sér að koma auga á aðstæður barna og bregðast við strax og þörf er á.
Samþætting kemur ekki í veg fyrir að foreldrar sæki sjálfir þjónustu fyrir börn sín heldur er markmiðið með farsældarlögunum að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur svo að þau fái notið þeirrar aðstoðar sem þau eiga rétt á um leið og þess gerist þörf.
Útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess.