Tómstundir

Tómstundir
Sumarfjör er starfrækt á sumrin fyrir börn í 1. – 4. bekkjum í grunnskólum Borgarbyggðar. Einnig er Sumarfjör í ágústmánuði fyrir þau börn sem eru að ljúka leikskólagöngu og hefja grunnskólagöngu sína Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt starf yfir sumarið með vikulöngum námskeiðum. Farið er í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og að kynna hinar ýmsu íþróttir.

Þátttakendur taka með sér nesti.
Námskeiðin eru opin öllum óháð búsetu í sveitarfélaginu. Skráð er fyrir eina viku í einu og gengið er frá greiðslu um leið.
Upplýsingar um Sumarfjör veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í tölvupósti á netfangið siggadora@umsb.is og í síma 869 8646.