roofing

Reikningar til Borgarbyggðar vegna kaupa á vöru og þjónustu

Alla reikninga til Borgarbyggðar skal senda með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun. Vinsamlega ekki senda pappír samhliða rafrænum reikningum og það er ekki nægjanlegt að senda aðeins kröfu í banka.

Tekið er við reikningum á þessar kennitölur:

  • Borgarbyggð kt. 510694-2289
  • Ljósleiðari Borgarbyggðar kt. 550318-1560

Rafrænir reikningar

Mörg bókhaldskerfi bjóða uppá að senda reikninga úr bókhaldskerfi með skeytamiðlun. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita nánari upplýsingar um rafræna reikninga og hvaða leiðir eru í boði.

Fyrir aðila sem eru ekki með bókhaldskerfi má benda á ýmsar veflausnir þar sem hægt er að skrá reikninga og senda rafrænt, til dæmis Inexchange ehf.

Að senda reikninga – InExchange

Innihald reikninga

Reikningur þarf að innihalda sundurliðun á vöru og/eða þjónustu, magn og einingarverð ásamt öðrum lögbundnum upplýsingum á reikningi.

Aðrar mikilvægar upplýsingar sem þurfa að koma fram:

  • Nafn og kennitala þess aðila sem pantar.
  • Nafn deildar eða verkefnis.
  • Sundurliðun á vinnu og efni/vörum.
  • Upplýsingar um greiðslutilhögun, þ.e. númer bankareiknings eða kröfunúmer.
  • Viðbótar upplýsingar eins og t.d. beiðnir, tíma- og verkskýrslur og önnur mikilvæg gögn skal senda sem viðhengi á pdf formi með rafrænu reikningunum.

Nánari upplýsingar varðandi móttöku reikninga

  • Borgarbyggð áskilur sér 20 daga greiðslufrest frá móttökudegi reiknings, nema um annað hafi verið samið.
  • Allir reikningar eru sendir í rafræna uppáskrift og þurfa samþykki eins til tveggja starfsmanna áður en þeir eru greiddir.
  • Ef reikningur inniheldur ekki nægjanlegar upplýsingar til að meta hvert skuli senda hann í rafræna uppáskrift eða svo hægt sé að staðfesta réttmæti hans gildir ekki 20 daga greiðslufrestur.

Allar nánari upplýsingar gefa starfmenn Borgarbyggðar – vinsamlega hafið samband á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is