Velferð nemenda
Velferð nemenda er samvinnuverkefni heimila og skóla.
Börn og unglingar þarfnast fjölbreyttra viðfangsefna og hafa ólíkar námsþarfir. Það þarf að leggja áherslu á styrkleika barna og hæfni til að koma til móts við ólíkar þarfir og stuðla að alhliða þroska.
Mikilvægir þættir sem þarf að leggja áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, ábyrgð, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.
Skólinn vinnur markvisst að forvörnum þar sem hugað er að félagslegri vellíðan og velferð nemenda.
Við viljum að skólinn sé griðastaður barna þar sem þau eiga að finna til öryggis og fá þá leiðsögn sem þau þurfa.
Við viljum hlusta á nemendur og skoðanir þeirra á málum sem þá varða og taka réttmætt tillit til skoðana þeirra.
Nemendur eiga að fá tækifæri til að skiptast á skoðunum við börn og fullorðna, finna sameiginlegar lausnir og miðla málum.
Við grípum til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur þannig að öll börn fái sem best notið sín miðað við þroska og þarfir hvers og eins.
Ofbeldi, einelti og annað andfélagslegt atferli skal aldrei liðið.
Uppfært 08/2016