Formáli
Við erum Uppbyggingarskóli og það á að endurspeglast í öllu skólastarfi. Við starfsmenn höfum gert með okkur sáttmála – líkt og við látum nemendur okkar gera. Í honum er að finna það sem okkur finnst mikilvægast. Hann hljómar svona:
Við viljum að í skólanum sé hlýlegt andrúmsloft og að við sýnum hvert öðru umhyggju og kurteisi. Við viljum að samskipti innan vinnustaðarins einkennist af jákvæðni, gleði og metnaði.
Við leggjum sérstaka áherslu á geðrækt og eflingu sjálfsmyndar í starfinu í vetur (2017 – 2018). Þar fléttast saman verkefni Uppeldis til ábyrgðar og Heilsueflandi skóla að mörgu leyti og allt fellur þetta vel að markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Við höfum fengið Elínu Kristinsdóttur til liðs við okkur til að vinna með þennan þátt og kennarar eru hvattir til að nýta sér þann möguleika og flétta hann inn í bekkjarstarfið. Eins má geta þess að mikið af efni er til í ýmsum kennslubókum, á neti og á samskrá um þetta viðfangsefni.
Bekkjarsáttmáli er unninn í upphafi skólaárs. Hann er öflugt tæki til agastjórnunar sé hann notaður markvisst. Það er mikilvægt að nemendur finni að þeir hafi átt þátt í að semja hann og hann sé samkomulag þeirra um vinnuaðstæður í bekknum og samskipti við aðra. Eins og komið hefur fram þá eiga allir bekkjarsáttmálar að vera tilbúnir fyrir 15. september. Þá á lesa/fara yfir á hverjum morgni og minna á ef ástæða þykir til.
Mikið er til af efni til kennslu – bæði á Samskrá og á bókasafninu.
Uppeldi til ábyrgðar – 1. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf krefur yfir skóladaginn. Sáttmálinn eða afrit af honum er settur á spjald sem tekið er inn í list- og verkgreinar.
• Mitt og þitt hlutverk: Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa – í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum. (Myndaspjöld bæði texti og myndir af þeim).
• Grunnþarfir kynntar.
• Þarfaarmband: Nemendur búa til armband til að fara með heim og kynna fyrir foreldrum þarfirnar ( Annað hvert ár).
• Unnið með hugtök tengd bekkjarsáttmála t.d. hugtökin hjálpsemi, virðing og vinátta.
• Skýr mörk, rauð, gul og græn hegðun.
• Að leysa úr ágreiningi: Stjarna með 5 sprota, einn fyrir hverja þörf, gjarnan búin til í samstarfi við vinabekk sem er 6. bekkur.
• Sáttatjald.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 2. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf krefur yfir skóladaginn. Sáttmálinn eða afrit af honum er settur á spjald sem tekið er inn í list- og verkgreinar.
• Mitt og þitt hlutverk: Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa – í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum.
• Grunnþarfir. Þarfaarmband: Nemendur búa til armband, fara með heim og kynna fyrir foreldrum þarfirnar. (Annað hvert ár).
• Unnið með hugtök tengd bekkjarsáttmála – t.d. hugtökin hjálpsemi, virðing, vinátta, sjálfstæði og ábyrgð (T-spjöld).
• Skýr mörk, rauð, gul og græn hegðun.
• Að leysa úr ágreiningi: Stjarna með 5 sprota, einn fyrir hverja þörf.
• Sáttatjald.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 3. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn. Sáttmálinn eða afrit af honum er settur á spjald sem tekið er inn í list- og verkgreinar.
• Mitt og þitt hlutverk: Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa – í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum.
• Grunnþarfir. Grunnþarfir/hurðarskraut: Upprifjun frá fyrri árum á þörfum. Nemendur búa til hurðarskraut, fara með það heim og kynna grunnþarfirnar fyrir foreldrum (Annað hvert ár).
• Lífsgildin. Nemendur vinna út frá eigin reynslu. Finna þau lífsgildi sem áhersla er lögð á heima, í samfélaginu og skólanum.
• Unnið með hugtök tengd bekkjarsáttmála – t.d. hugtökin hjálpsemi, virðing, vinátta, sjálfstæði og ábyrgð (T-spjöld).
• Skýr mörk.
• Sáttaborð.
• Óskaveröld. Fjallað um hugtakið og að við getum öll átt okkar óskaveröld. Óskasamskiptin í skólanum og í bænum okkar.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 4. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn. Sáttmálinn eða afrit af honum er settur á spjald sem tekið er inn í list- og verkgreinar.
• Mitt og þitt hlutverk: Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa – í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum.
• Grunnþarfir/hurðarskraut: Upprifjun frá fyrri árum á þörfunum. Nemendur búa til hurðarskraut, fara með það heim og kynna grunnþarfirnar fyrir foreldrum. (Annað hvert ár).
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu. Finna þau lífsgildi sem áhersla er lögð á heima, í samfélaginu og skólanum.
• Skýr mörk.
• Sáttaborðið – upprifjun. Nota markvisst til að leysa úr ágreiningi.
• Óskaveröld: Fjallað um hugtakið og að við getum öll átt okkar óskaveröld. Óskasamskiptin í skólanum og í bænum okkar.
• Bekkjarfundir fastir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 5. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa – í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum.
• Grunnþarfir/þarfaspilið: Fjallað um hvernig þarfir einstaklings geta skarast við þarfir annarra og rætt hvernig einstaklingurinn getur brugðist við því. Nemendur spila þarfaspilið sem er á bókasafninu.
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu. Finna þau lífsgildi sem áhersla er lögð á heima, í samfélaginu og skólanum.
• Skýr mörk.
• Sáttasamningur: Skriflegur samningur sem nemendur gera sín á milli og skila til kennara. Nota markvisst til að leysa úr ágreiningi.
• Óskaveröld/vinnubók: Óskasamskiptin í bekknum okkar og skólanum.
• Vinnubók sem Álftanesskóli útbjó.
• Bekkjarfundir fastir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 6. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Hlutverk nemenda, kennara og stuðningsfulltrúa, í fataklefanum, í frímínútum og í matartímanum.
• Grunnþarfir/þarfagreining: Fjallað um hvernig þarfir einstaklings geta skarast við þarfir annarra og rætt um hvernig einstaklingurinn getur brugðist við því. Þarfagreining og nemendur útbúa heila, myndverk sem fer upp á vegg og sýnir styrkleika þarfa hvers og eins. (Annað hvert ár).
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu og finna sín lífsgildi.
• Skýr mörk.
• Óskaveröld: Rifja upp frá fyrra ári.
• Lífsvagninn: Hér er ítarlega fjallað um hvernig maður þarf að ná tökum á orðum sínum og gjörðum. Láta höfuðið ráða en ekki frumhvatirnar.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 7. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Hér er farið dýpra í hlutverkin en áður. Unnið markvisst með hlutverk í kennslu, öllum kennurum bekkjarins þarf að vera kunnugt um áherslur.
• Grunnþarfir/þarfagreining. Fjallað um hvernig þarfir einstaklings geta skarast við þarfir annarra og rætt um hvernig einstaklingurinn getur brugðist við því. Þarfagreining og nemendur útbúa heila, myndverk sem fer upp á vegg og sýnir styrkleika þarfa hvers og eins. (Annað hvert ár).
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu og finna sín lífsgildi.
• Skýr mörk.
• Óskaveröld. Rifja upp frá fyrra ári.
• Lífsvagninn. Hér er ítarlega fjallað um hvernig maður þarf að ná tökum á orðum sínum og gjörðum. Láta höfuðið ráða en ekki frumhvatirnar.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 8. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Hér er farið dýpra í hlutverkin en áður. Unnið markvisst með hlutverk í kennslu, öllum kennurum bekkjarins þarf að vera kunnugt um áherslur.
• Grunnþarfir/þarfagreining: Hér eru umræður um þarfirnar dýpkaðar og sjónum beint að einstaklingnum og hvernig hann getur komið til móts við sínar þarfir. Eru einhverjar þarfir sem er ekki fullnægt? Hvernig ætlar nemandinn að fullnægja sínum þörfum?
• Plattar með þörfum hvers og eins. (Annað hvert ár).
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu og finna sín lífsgildi.
• Skýr mörk.
• Óskaveröld: Rifja upp frá fyrra ári.
• Lífsvagninn: Hér er ítarlega fjallað um hvernig maður þarf að ná tökum á orðum sínum og gjörðum. Láta höfuðið ráða en ekki frumhvatirnar.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 9. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Hér er farið dýpra hlutverk en áður. Unnið markvisst með hlutverk í kennslu, öllum kennurum bekkjarins þarf að vera kunnugt um áherslur.
• Grunnþarfir: Hér eru umræður um þarfirnar dýpkaðar og sjónum beint að einstaklingnum og hvernig hann getur komið til móts við sínar þarfir. Eru einhverjar þarfir sem er ekki fullnægt? Hvernig ætlar nemandinn að fullnægja sínum þörfum?
• Þarfagreining. Plattar með þörfum hvers og eins. (Annað hvert ár).
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu og finna sín lífsgildi.
• Skýr mörk. Skýr mörk. Kynning á S:\Uppeldi til ábyrgðar/Skýr mörk
• Lífsvagninn: Hér er ítarlega fjallað um hvernig maður þarf að ná tökum á orðum sínum og gjörðum. Hugsa áður en framkvæmt er og taka ekki afdrifaríkar ákvarðanir í fljótræði. Vinna í tengslum við forvarnir af ýmsum toga t.d. kynfræðslu, vímuefni og umferðarfræðslu.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.
Uppeldi til ábyrgðar – 10. bekkur
• Bekkjarsáttmáli. Sáttmálann á að gera á fyrstu dögum skóla. Ætlast er til að kennarar lesi/fari yfir sáttmálann með nemendum í upphafi hvers dags og minni á hann eftir því sem þörf er til yfir skóladaginn.
• Mitt og þitt hlutverk. Eru allir að rækja sitt hlutverk? Hvernig þjónar hegðun mín best hagsmunum mínum?
• Grunnþarfir: Hér eru umræður um þarfirnar dýpkaðar og sjónum beint að einstaklingnum og hvernig hann getur komið til móts við þarfir sínar. Eru einhverjar þarfir sem er ekki fullnægt? Hvernig ætlar nemandinn að fullnægja sínum þörfum?
• Þarfagreining: Blöðruhattar/diskar með blöðrum, mismikið blásið í eftir þörfum einstaklingsins.
• Lífsgildin: Nemendur vinna út frá eigin reynslu og finna sín lífsgildi.
• Skýr mörk. Skýr mörk. Kynning á S:\Uppeldi til ábyrgðar/Skýr mörk
• Óskaveröld: Fjallað ítarlega um óskaveröldina. Hér er fjallað um einstaklinginn, hvernig hann vill vera í samskiptum við aðra, hver óskaveröld hans er. Hver eru framtíðaráform hans og hvað þarf hann að gera til að komast þangað. Hvernig bregst einstaklingurinn við ef hann upplifir ekki óskaveröldina í daglegu lífi? Hvernig verður hann sjálfstæður einstaklingur sem tekur ákvarðanir með eigin hag fyrir brjósti?
• Veggspjöld og myndbönd tengd uppbyggingu.
• Bekkjarfundir einu sinni í viku.
• Dagur gegn einelti.