Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 kl. 15:45 alla virka daga. Ritari skólans er Hulda Geirsdóttir.
Foreldrar tilkynna forföll barna sinna til ritara skólans í síma 433 7400, fyrir skólabyrjun eða skrá þau sjálf í Mentor.
Ef nemandi þarf að fá leyfi skal haft samband við umsjónarkennara, en sé um lengri tíma að ræða en tvo daga skal sækja um það skriflega. Hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu skólans og á heimasíðunni – Eyðublöð og umsóknir.
Það er á ábyrgð foreldra að sjá til þess að nemendur vinni upp það námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi.
Verði nemandi veikur á skólatíma er haft samband við heimili og foreldrar beðnir um að sækja nemandann. Veik börn eru viðkvæm og vansæl og eiga ekki að vera í skólanum. Eftir veikindi gefst barninu kostur á að sleppa útiveru í skólanum í 2 daga, óski foreldrar eftir því. Eftir langvarandi veikindi er ástand barnsins metið hverju sinni í samráði við foreldra. Ef um er að ræða sérstakar breytingar eða erfiðleika í lífi barns er unnið að þeim málum í samráði við foreldra.