Lubbi finnur málbein
Námsefnið er fyrir öll börn og er verið að leggja inn málhljóðin á skemmtilegan hátt. Það er gert með því að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir í hljóðasmiðju Lubba, t.d. að mynda málhljóðin alveg rétt og tengja þau saman, klappa atkvæði, ríma, leita uppi bókstafi, raða málbeinum saman í orð, lesa orðin og svara skemmtilegum spurningum. Einnig eru söngvar með hverju málhljóði. Lubbi veit að góðar málfyrirmyndir skipta höfuðmáli, m.a. er varðar ríkan orðaforða og skapandi notkun málsins. Mikilvægt er því að starfsfólk Andabæjar séu góðar fyrirmyndir og leggi ríka áherslu á góða og vandaða íslensku. Lubbastundir eru á hverri deild þar sem farið er í verkefni og sungnar vísurnar eftir aldri barnanna. Einnig er gripið í Lubba á öllum tímum í starfinu.
Hér má finna meiri upplýsingar um Lubba