roofing

Leiðtoginn í mér

Tilgangurinn er að undirbúa næstu kynslóð að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Verkefnið snýst ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í grunninn byggir hugmyndafæðin upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks. 

Skólar sem innleiða leiðtogaverkefnið skuldbinda sig til að halda svokallaðan leiðtogadag a.m.k. einu sinni á ári. Leiðtogadagurinn er til að veita börnunum möguleika á að þjálfa sína leiðtogahæfileika í raunverulegum aðstæðum. Gestum er boðið í leikskólann þann dag og sjá börnin um kynningu á sínum skóla, fá hlutverk á deginum s.s. móttökuleiðtogi, gestabókaleiðtogi, leiðsagnarleiðtogi og veitingaleiðtogi. 

Markmiðið í Andabæ er að koma auga á styrkleika barnanna og hjálpa þeim að bera kennsl á þá.Einnig eru börnin með ýmis leiðtogahlutverk yfir allt skólaárið sem eru breytileg ár frá ári enda valin í samráði við börnin.Börnin eru t.d. þjónaleiðtogar, bókaleiðtogar, vinaleiðtogar o.s.frv. mismunandi eftir aldri. Unnið er að því að hvert barn verið besta útgáfan af sjálfu sér til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Leiðtogaverkefni eru unnin yfir alla skólagöngu barnsins og er þeim safnað í möppu sem er einnig heilsubók barnsins og verður eign þess þegar leikskólagöngu lýkur. 

  1. TAKTU AF SKARIР                                                                                                                      

               Ég stjórna mér. 

  1. Í UPPHAFI SKAL ENDINN SKOÐA

               Settu þér markmið. Þekktu þinn tilgang og skilgreindu þína framtíðarsýn. 

  1. FORGANGSRAÐAÐU

               Gerðu hlutina í réttri röð-forgangsraðaðu. 

  1. SIGRUM SAMAN

               Allir sigra, saman-leitum við sameiginlegra hagsmuna 

  1. SKILNINGSRÍK HLUSTUN

               Hlustaðu áður en þú talar. 

  1. SKAPAÐU SAMLEGÐ

               Saman getum við meira. 

  1. RÆKTAÐU SJÁLFAN ÞIG

               Jafnvægi er best. 

https://www.leaderinme.org/what-is-leader-in-me/

https://franklincovey.is/7-venjur-fyrir-kata-krakka/