Leikskólinn Andabær

Leikskólinn Andabær er staðsettur við Arnarflöt 2 á Hvanneyri og var upphaflega stofnaður af foreldrum árið 1981. Skólinn er vel staðsettur í umhverfi kletta og fallegrar náttúru sem býður upp á skemmtilega upplifun og reynslu sem nýtt er í námi barnanna.

Leikskólinn er þriggja deilda leikskóli og heita deildarnar Goðheimar, Álfheimar og Hulduheimar. Skólinn rúmar um 65 börn og geta þau hafið skólagöngu sína frá 1 árs aldri.

Einkunnarorð leikskólans eru LEIKUR, GLEÐI OG VINÁTTA