Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Mötuneyti leikskólans Andabæjar, Hvanneyri

Mötuneyti leikskólans Andabæjar, Hvanneyri

Starfssvið, verkefni og ábyrgð:
Að annast öll almenn störf í eldhúsi og þvottahúsi í samvinnu við matráð leikskólans. Aðstoð í mötuneyti ber ábyrgð á matseld, innkaupum og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í fjarveru matráðs.

Hæfniskröfur:
Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á skólaaldri. Hreinlæti og snyrtimennska er skilyrði. Einnig er frumkvæði og góð færni í mannlegum samskiptum mikilvæg.
Reynsla af vinnu í mötuneyti er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið:
Starfshlutfall er 60% og vinnutími er samkomulagsatriði.

Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2018. Umsókn má senda rafrænt á netfangið andabaer@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 433 7170/8464341

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.