Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Sundlaugarvörður

Karlmaður óskast í 100% starf við Íþróttahúsið í Borgarnesi frá 1. Janúar 2019

Vinnutími samkvæmt núgildandi vaktaplani

Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif.

 

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

 

Umsóknafrestur er til 21. desember 2018

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir ingunn28@borgarbyggd.is

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is.  Með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018


Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018

Um er að ræða 50% stöðu við Kleppjárnsreykjadeild skólans.
Vinnudagurinn er frá 8-16 en og er unnið miðvikudag, fimmtudag og föstudag aðra vikuna og fimmtudag og föstudag hina vikuna.

Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða færni í mannlegum samskiptum og hafi gaman af því að vinna með börnum og ungmennum.
Frekari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri í síma 8611661 eða Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri í síma 840 1520

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember. Sendið umsókn á netfangið helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is
Selið á Hvanneyri

Óskað er eftir frístundaleiðbeinenda í Selið á Hvanneyri.

Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 12:30-13:30 á föstudögum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiðbeina börnum í leik og starfi.

Skipulagning á faglegu frístundarstarfi

Samvinna við börn og starfsfólk

Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi Selsins á Hvanneyri.

 

Hæfniskröfur

Áhugi á að vinna með börnum

Frumkvæði, gleði og sjálfstæði.

Færni í mannlegum samskiptum.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknafrestur er til 12.september

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi á netfanginu siggadora@umsb.is

 
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - laust starf

Starfsmaður óskast í 50% starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Um er að ræða 50% starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Vinnutími er samkvæmt núgildandi vaktaplani.

Helstu verkefni:

 • Öryggisgæsla við sundlaug
 • Afgreiðslustörf
 • Aðstoð við viðskiptavini
 • Þrif

Hæfniskröfur:

 • Hafa náð 18 ára aldri
 • Standast hæfnispróf sundstaða
 • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Umsóknarfrestur er til 16. október 2018

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Jóhannesdóttir ingunn28@borgarbyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Hlutastarf við félagslega liðveislu

Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér félagslega liðveislu fyrir fullorðinn einstakling

Félagsþjónustan í Borgarnesi auglýsir eftir hressum einstaklingi, karli jafnt sem konu til starfa sem félagsleg liðveisla.

Starfið felst í að minnka félagslega einangrun og efla virkni einstaklings með fötlun í samfélaginu.

Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri  í síma 433-7100 eða á vildis@borgarbyggd.is
Laust starf í Klettaborg

Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.

Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling. 

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar er fólk af báðum kynjum hvatt til að sækja um.

Ráðið verður í starfið frá og með 1. október 2018 eða eftir nánara samkomulagi.

Vakin er athygli á að ef leikskólakennari sækir ekki um kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.

Eldri umsóknir þarf að endurnýja hjá leikskólastjóra.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 24. september 2018.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.

Umsóknir með ferilskrá, meðmælum og öðrum upplýsingum berist til leikskólastjóra á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is

 
Starf við heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

 Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 7. september 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Starf sálfræðings við leik - og grunnskóla Borgarbyggðar

Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Borgarbyggð búa um 3.800 íbúar, þar af um 700 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og löggilding v/starfsheitis
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna
 • Athuganir og greiningar
 • Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra

Upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sími 840-1522  og annamagnea@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 15. september 2018.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.