Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Við leitum að öflugum einstaklingum í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2018

 • Umsjónarkennsla á unglingastigi með áherslu á tungumál.
 • Almenn bekkjarkennsla.

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur.
 • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

Óskað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hefur hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2017 

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.
Matráður óskast í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða 93,75% stöðu sem felst í umsjón með mötuneyti leikskólans.

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.

Helstu verkefni eru að:

 • útbúa og framreiða mat í matar- og kaffitímum
 • frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna
 • sjá um innkaup/pantanir á mat og hreinlætisvörum
 • hafa umsjón með kaffistofu og þvotti

Hæfniskröfur:

 • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
 • Færni og þekking á bráðaofnæmi og ofnæmi almennt
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Leikskólinn er heilsueflandi leikskóli og er því góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á leikskólaaldri mikilvæg.  Unnið er eftir matseðlum frá Samtökum heilsuleikskóla.

Frekari upplýsingar um starfið:
Vinnutími er frá kl. 8:00-15.30. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfið er laust frá 1. maí.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160/860-8588.

Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2018. Umsókn má senda rafrænt á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 
Sumarstörf við sundlaugina í Borgarnesi

Konur óskast við sundlaugina:

 • í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst.

Helstu verkefni:

 • Öryggisgæsla.
 • Afgreiðslustörf.
 • Aðstoð við viðskiptavini.
 • Þrif.

Hæfniskröfur:

 • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
 • Standast hæfnispróf sundstaða.
 • Með góða þjónustulund.

Vinnufyrirkomulag:

 • 100% starf sem unnið er í vaktavinnu. Unnið er þriðja hvora helgi.

Umsóknafrestur er til 10. apríl 2018.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar,  netfang: ingunn28@borgarbyggd.is

 
Matráður við leikskólann Andabæ á Hvanneyri

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Andabæ. Um er að ræða 100% stöðu frá 23. apríl 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti leikskólans.

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.

 Helstu verkefni:

 • að elda og framreiða mat í matar- og kaffitímum,
 • að sjá um innkaup,
 • frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfniskröfur:

 • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði,
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji,
 • Lipurð og færni í samskiptum,
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.

Leikskólinn er heilsuleikskóli í heilsueflandi samfélagi og er því góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á leikskólaaldri mikilvæg.

Frekari upplýsingar um starfið:
Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00.
Stafið er laust frá 15. apríl 2018.

Umsóknarfrestur er til 30. mars 2018. Umsókn má senda rafrænt á netfangið andabaer@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 433 7170/846 4341 eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarsleikskólastjóri í síma 433 7170

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 
Sumarstörf hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2018

Flokkstjórar Vinnuskólans

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum
 • Leiðbeina unglingum í leik og starfi

Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu:

 • Á Hvanneyri
 • Á Bifröst
 • Í Reykholti
 • Í Borgarnesi

Leiðbeinendur Sumarfjörs

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn
 • Leiðbeina börnum í leik

Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu:

 • Á Hvanneyri
 • Í Borgarnesi

Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Hafa náð 20 ára aldri
 • Áhugi á að vinna með unglingum og börnum
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur 

Ráðningartímabilið er frá 1. júní -22.ágúst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og launanefndar sveitafélaga. Starfshlutfall er 100%. Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2018.
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar

Borgarbyggð auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogafærni, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn og er tilbúin til að leiða starfsstöðvar skólans inn í framtíðina. 

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júní 2018.

Grunnskóli Borgarfjarðar er starfræktur á þremur starfsstöðvum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur eru um 200 talsins í 1-10 bekk. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Þau er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðtogans sem er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinningu og frumkvæði með það fyrir augum að nemendur hafi færni til að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum og hæfum hópi kennara og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Helsta verkefni skólastjóra er að viðhalda góðum skólabrag og samstarfi á starfsstöðvum skólans og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Starfssvið

 • Veitir skólanum faglega forystu
 • Mótar framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámsskrá grunnskóla og skólastefnu Borgarbyggðar
 • Ber ábyrgð á mannnauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
 • Ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
 • Tekur þátt í samstarfi við aðra skóla í sveitarfélaginu og annarra sem koma að málefnum barna og ungmenna

Menntunar - og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf á grunnskólastigi
 • Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða
 • Reynsla af faglegri forystu í námi og kennslu
 • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.

Umsókninni skal fylgja ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Umsókn skal skilað á borgarbyggd@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, annamagnea@borgarbyggd.is og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri, ingibjorg.inga@gbf.is

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 26. mars nk.
Staða leikskólakennara í Andabæ, Hvanneyri

Leikskólinn Andabær, Hvanneyri

Leikskólinn Andabær, Hvanneyri auglýsir eftir leikskólakennara. Um er að ræða 100% stöðu á elstu deild leikskólans.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara:

Meginverkefni: Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna. Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn leikskólastjóra.

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð íslenskukunnátta
 • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
 • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Miðað er við ráðningar í stöðuna sem fyrst.  Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið verður leiðbeinandi ráðinn.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2018
Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4337170

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til leikskólastjóra á netfangið andabaer@borgarbyggd.is
Starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Starfsmaður óskast sem fyrst við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Um er að ræða starf á sunnudögum frá kl. 13:00-18:00

Helstu verkefni:

Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

Upplýsingar ingunn28@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.