Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Starfsmaður óskast 100% starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. september.

Um er að ræða framtíðarstarf. Vinnutími er frá 8:00-16:00 alla virka daga

Helstu verkefni:

 • Öryggisgæsla.
 • Afgreiðslustörf.
 • Gæsla í klefum á skólatíma
 • Aðstoð við viðskiptavini.
 • Þrif.

Hæfniskröfur:

 • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
 • Standast hæfnispróf sundstaða.
 • Með góða þjónustulund.

 

Umsóknafrestur er til 1. júlí 2018

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar,  netfang: ingunn28@borgarbyggd.is

 
Tímabundið starf aðstoðarslökkviliðsstjóra

Auglýst er eftir aðstoðarslökkviliðsstjóra til tímabundinna starfa fyrir Borgarbyggð

Borgarbyggð óskar eftir að ráða aðstoðarslökkviliðsstjóra í 25% tímabundið starf í sex mánuði vegna forfalla. Um er að ræða afleysingastarf sem felst í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins.

Aðstoðarslökkviliðsstjóri stjórnar og ber daglega ábyrgð á Slökkviliði Borgarbyggðar í forföllum slökkviliðsstjóra. Hann hefur bakvaktaskyldu utan dagvinnutíma í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu sendar til borgarbyggd@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar veita Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í síma 437-2222 bjarnik@borgarbyggd.is og Ragnar Frank Kristjánsson í síma 433-7100 ragnar@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Hæfniskröfur:

Löggiltur slökkviliðsmaður með a.m.k. 4 ára starfsreynslu í hlutastarfandi slökkviliði

Þekking og þjálfun í brunamálum og á sviði brunavarna

Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærileg menntun

Skipulagshæfni og fagmennska

Sveigjanleiki og góðir mannlegir samskiptahæfileikar

Æskilegt að vera staðkunnugur í Borgarbyggð

Starfssvið:

Staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru hans

Almenn störf slökkviliðs í samráði við slökkviliðsstjóra

 
Starf leikskólakennara í Uglukletti

OKKUR Í  LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% starf

 

Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakennara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið óendalega.

 

Það sem okkur í Uglukletti finnst mikilvægt að nýji leikskólakennarinn hafi til brunns að bera er að:

 

Skoðun barnanna: Skoðun fullorðinna
·        Vera skemmtilegur

·        Vera góður

·        Góður í að vinna með vináttu

·        Góður í að læra nöfn

·        Þarf að hafa áhuga á börnum og samveru

·        Þarf að vera góður í að fara út í fjöru

·        Þarf að vera góður í að tala við börn

·        Þarf að vera góður í útiveru og að ganga

·        Þarf að hafa hæfileika til að kenna börnum

·        Leyfa okkur að perla

·        Góður í að skoða dýrin

·        Góður í að hjálpa

·        Kallar beðnir um að sækja um

 

·        Jákvæður

·        Þolinmóður

·        Hraustur

·        Glaðlyndur

·        Opinn

·        Útsjónasamur

·        Skapandi

·        Geti tekið af skarið

·        Duglegur að leika

·        Metnaðafullur

 

 

Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/

 

Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018

 • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.
 • Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
 • Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
 • Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
 • Ráðið verður í starfið frá og með 2. ágúst 2018

 

Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu leikskólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn eða til  Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150 eða á  netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is.
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður:

 • Umsjónarkennara á yngsta stig að Hvanneyri
 • Umsjónarkennara á yngsta stig að Kleppjárnsreykjum
 • Sérkennara

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til  25. maí nk.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf grunnskólakennara
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður í starfi

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.
Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna.
 • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu.
 • Vinnsla barnaverndarmála.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi.
 • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.
 • Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní nk.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri í síma 433-7100/ 898-9222, vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522 annamagnea@borgarbyggd.is
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg

Okkur vantar leikskólakennara í 100% starf. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.

Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru fólk af báðum kynjum hvött til að sækja um.

Ráðið verður í starfið frá og með 1. júní 2018 eða eftir nánara samkomulagi.

Vakin er athygli á að ef leikskólakennari sækir ekki um kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.

Eldri umsóknir þarf að endurnýja hjá leikskólastjóra.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 13. maí 2018.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, ferilskrá og meðmælum berist til leikskólastjóra á netfangið steinunn@borgarbyggd.is
Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi m.a. í teymiskennslu og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Skólinn vinnur eftir hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar.

Leitað er eftir íslenskukennara á unglingastigi með umsjón sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum frá 1. ágúst 2018.

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.
 • Lausnamiðuð vinnubrögð og góð íslenskukunnátta. 

Umsóknarfrestur er til 16. maí 2018

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.