Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag, miðvikudaginn 13.6. hélt nýkjörin sveitarstjórn sinn fyrsta fund. Þar var m.a. kosið í helstu trúnaðarstörf. Forseti sveitarstjórnar var kjörin Lilja Björg Ágústdóttir, fyrsti varaforseti Magnús Smári Snorrason og annar varaforseti Finnbogi Leifsson. Í byggðarráð voru kjörin Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústdóttir og Guðveig Eyglóardóttir.  Áheyrnarfulltrúi er Magnús Smári Snorrason. Ennfremur var m.a. kosið í fastanefndir sveitarfélagsins. Fundargerð 172. fundar sveitarstjórnar er að finna undir fundargerðir hér á síðunni en þar má sjá það sem fært var til bókar.