
Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Fólust þær m.a. í því að barnaverndarnefndir voru lagðar niður en í þeirra stað tóku til starfa Umdæmisráð. Einnig voru sett inn skilyrði um lágmarksíbúafjölda, þ.e. að hver barnaverndarþjónusta þyrfti að telja 6000 íbúa. Því var lögð rík áhersla á að minni sveitarfélög myndu standa saman að sameiginlegri barnaverndarþjónustu.
Um síðustu áramót fengu Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit undanþágu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að starfrækja barnaverndarþjónustu. Síðastliðna mánuði hafa samræður átt sér stað við Byggðasamlag Snæfellinga um stofnun Barnaverndarþjónustu Vesturlands. Liggur nú fyrir að þessi sveitarfélög, þ.e.a.s. Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur ásamt Hvalfjarðarsveit ætla að reka sameiginlega barnaverndarþjónustu, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Því er gert ráð fyrir að Barnaverndarþjónusta Vesturlands muni taka formlega til starfa á þessu ári. Um tímamót er að ræða í þjónustu við börn í Borgarbyggð og þeim sveitarfélögum sem að samstarfinu standi.
Okkar markmið er að verða öflugt leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …