
Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Fólust þær m.a. í því að barnaverndarnefndir voru lagðar niður en í þeirra stað tóku til starfa Umdæmisráð. Einnig voru sett inn skilyrði um lágmarksíbúafjölda, þ.e. að hver barnaverndarþjónusta þyrfti að telja 6000 íbúa. Því var lögð rík áhersla á að minni sveitarfélög myndu standa saman að sameiginlegri barnaverndarþjónustu.
Um síðustu áramót fengu Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit undanþágu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að starfrækja barnaverndarþjónustu. Síðastliðna mánuði hafa samræður átt sér stað við Byggðasamlag Snæfellinga um stofnun Barnaverndarþjónustu Vesturlands. Liggur nú fyrir að þessi sveitarfélög, þ.e.a.s. Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur ásamt Hvalfjarðarsveit ætla að reka sameiginlega barnaverndarþjónustu, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Því er gert ráð fyrir að Barnaverndarþjónusta Vesturlands muni taka formlega til starfa á þessu ári. Um tímamót er að ræða í þjónustu við börn í Borgarbyggð og þeim sveitarfélögum sem að samstarfinu standi.
Okkar markmið er að verða öflugt leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …