Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Fólust þær m.a. í því að barnaverndarnefndir voru lagðar niður en í þeirra stað tóku til starfa Umdæmisráð. Einnig voru sett inn skilyrði um lágmarksíbúafjölda, þ.e. að hver barnaverndarþjónusta þyrfti að telja 6000 íbúa. Því var lögð rík áhersla á að minni sveitarfélög myndu standa saman að sameiginlegri barnaverndarþjónustu.
Um síðustu áramót fengu Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit undanþágu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að starfrækja barnaverndarþjónustu. Síðastliðna mánuði hafa samræður átt sér stað við Byggðasamlag Snæfellinga um stofnun Barnaverndarþjónustu Vesturlands. Liggur nú fyrir að þessi sveitarfélög, þ.e.a.s. Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur ásamt Hvalfjarðarsveit ætla að reka sameiginlega barnaverndarþjónustu, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Því er gert ráð fyrir að Barnaverndarþjónusta Vesturlands muni taka formlega til starfa á þessu ári. Um tímamót er að ræða í þjónustu við börn í Borgarbyggð og þeim sveitarfélögum sem að samstarfinu standi.
Okkar markmið er að verða öflugt leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
Tengdar fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.

Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu
Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl. Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar. Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar …