Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð á ný.
Gangstéttir og endanlegur frágangur verður unnin í framhaldinu og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok júní. Það er einlæg von framkvæmdaaðila og verktaka að þar með verði verki lokið áður en hásumarið skellur á.
Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar sem tefja verkið og þannig var það einnig á Borgarbrautinni. Verkið hefur því miður tekið mun lengri tíma en að var stefnt og er beðist velvirðingar á því. Búið er að leggja nýjar lagnir í jörðu og þar með hafa verið styrktir innviðir í Borgarnesi sem bætir lífsgæði til framtíðar.
Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð hafa unnið saman að verkefninu sem felst í endurnýjun innviða í Borgarnesi.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.