Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð á ný.
Gangstéttir og endanlegur frágangur verður unnin í framhaldinu og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok júní. Það er einlæg von framkvæmdaaðila og verktaka að þar með verði verki lokið áður en hásumarið skellur á.
Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar sem tefja verkið og þannig var það einnig á Borgarbrautinni. Verkið hefur því miður tekið mun lengri tíma en að var stefnt og er beðist velvirðingar á því. Búið er að leggja nýjar lagnir í jörðu og þar með hafa verið styrktir innviðir í Borgarnesi sem bætir lífsgæði til framtíðar.
Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð hafa unnið saman að verkefninu sem felst í endurnýjun innviða í Borgarnesi.
Tengdar fréttir

Kvennaverkfall 2025
Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta
23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.