26. apríl, 2024
Fréttir

Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð á ný.

Gangstéttir og endanlegur frágangur verður unnin í framhaldinu og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok júní. Það er einlæg von framkvæmdaaðila og verktaka að þar með verði verki lokið áður en hásumarið skellur á.

Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar sem tefja verkið og þannig var það einnig á Borgarbrautinni. Verkið hefur því miður tekið mun lengri tíma en að var stefnt og er beðist velvirðingar á því. Búið er að leggja nýjar lagnir í jörðu og þar með hafa verið styrktir innviðir í Borgarnesi sem bætir lífsgæði til framtíðar.

Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð hafa unnið saman að verkefninu sem felst í endurnýjun innviða í Borgarnesi.

 

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!