
Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð á ný.
Gangstéttir og endanlegur frágangur verður unnin í framhaldinu og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok júní. Það er einlæg von framkvæmdaaðila og verktaka að þar með verði verki lokið áður en hásumarið skellur á.
Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar sem tefja verkið og þannig var það einnig á Borgarbrautinni. Verkið hefur því miður tekið mun lengri tíma en að var stefnt og er beðist velvirðingar á því. Búið er að leggja nýjar lagnir í jörðu og þar með hafa verið styrktir innviðir í Borgarnesi sem bætir lífsgæði til framtíðar.
Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð hafa unnið saman að verkefninu sem felst í endurnýjun innviða í Borgarnesi.
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …