26. apríl, 2024
Fréttir

Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð á ný.

Gangstéttir og endanlegur frágangur verður unnin í framhaldinu og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok júní. Það er einlæg von framkvæmdaaðila og verktaka að þar með verði verki lokið áður en hásumarið skellur á.

Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar sem tefja verkið og þannig var það einnig á Borgarbrautinni. Verkið hefur því miður tekið mun lengri tíma en að var stefnt og er beðist velvirðingar á því. Búið er að leggja nýjar lagnir í jörðu og þar með hafa verið styrktir innviðir í Borgarnesi sem bætir lífsgæði til framtíðar.

Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð hafa unnið saman að verkefninu sem felst í endurnýjun innviða í Borgarnesi.

 

Tengdar fréttir

7. júlí, 2025
Fréttir

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð

Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

7. júlí, 2025
Fréttir

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …