19. apríl, 2024
Fréttir

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir
vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:
• Bifröst
• Varmaland
• Hvanneyri – BÚT-hús.
• Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg

Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF,
í síma 840-5847.

Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar:
„Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan
lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer
út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara
eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta
er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að
undangenginni aðvörun.“

Afgreiðslutímar í móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi
Gámastöðin við Sólbakka er opin alla daga:
Sunnudaga til föstudags kl. 14:00 og 18:00
Laugardaga kl. 10:00 og 14:00.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …