19. apríl, 2024
Fréttir

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir
vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:
• Bifröst
• Varmaland
• Hvanneyri – BÚT-hús.
• Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg

Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF,
í síma 840-5847.

Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar:
„Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan
lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer
út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara
eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta
er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að
undangenginni aðvörun.“

Afgreiðslutímar í móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi
Gámastöðin við Sólbakka er opin alla daga:
Sunnudaga til föstudags kl. 14:00 og 18:00
Laugardaga kl. 10:00 og 14:00.

Tengdar fréttir

21. janúar, 2026
Fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026

Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

20. janúar, 2026
Fréttir

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar

Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …