
Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir
vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:
• Bifröst
• Varmaland
• Hvanneyri – BÚT-hús.
• Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg
Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF,
í síma 840-5847.
Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar:
„Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan
lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer
út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara
eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta
er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að
undangenginni aðvörun.“
Afgreiðslutímar í móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi
Gámastöðin við Sólbakka er opin alla daga:
Sunnudaga til föstudags kl. 14:00 og 18:00
Laugardaga kl. 10:00 og 14:00.
Tengdar fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …