Bekkjarfulltrúar
Hlutverk bekkjarfulltrúa
Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi ber ábyrgð á því að bekkjarfulltrúar verði kosnir í öllum bekkjardeildum grunnskólans ár hvert. Bekkjarfulltrúar sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins en það skal kallað saman a.m.k. tvisvar á ári.
Almennt er hlutverk bekkjarfulltrúa að efla og styrkja samstarf foreldra og barna. Leitast er við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara.
Verkefni og skyldur:
Að hausti skulu bekkjarfulltrúar boða til fundar með foreldrum barnanna í bekknum og skipuleggja starf vetrarins. Hugsanlega hægt að samnýta haustfund með umsjónarkennara. Huga þarf sérstaklega að því að bjóða nýja foreldra velkomna í hópinn.
Ákveða þarf hvaða boðleiðir verða notaðar til að koma upplýsingum til fólks, t.d. með facebook-hóp og/eða netfangalista. Að fundi loknum er mælt með að gefa út aðgengilega dagskrá fyrir veturinn. Við það skapast ákveðið aðhald að standa við áformin.
Skipuleggja skal a.m.k. tvo viðburði fyrir bekkinn, einn á hvorri önn, þar sem börn og foreldrar koma saman.
Mælt er með því að foreldrar hittist einnig án barna, ýmist til að taka fyrir ákveðin mál eða einfaldlega til að hittast, kynnast og hafa gaman.
Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma þannig sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess gerist þörf. Það sama á við gagnvart stjórn foreldrafélagsins og skólaráði.
Bekkjarfulltrúar skulu leitast við að virkja aðra foreldra til aðstoðar eftir þörfum, bæði við bekkjarsamkomur og eins við stærri viðburði, t.d. jólaföndur foreldrafélagsins og uppákomur sem umsjónarkennarar kunna að skipuleggja.
Til allra foreldra! Tökum því fagnandi að geta unnið í þágu barnanna okkar. Að vera bekkjarfulltrúi er ekki kvöð heldur tækifæri til að taka þátt og láta gott af sér leiða. Leyfið ykkur að nota hugmyndaflugið og verið óhrædd að virkja aðra með ykkur. Oft er hægt að gera ótrúlega einfalda hluti í nærumhverfinu sem gleðja og kæta. Samveran er það sem skilur mest eftir sig. Gangi ykkur vel!
Bekkjarfulltrúar 2024 – 2025
1. bekkur:
Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, Guðdís Jónsdóttir og Harpa Dröfn Skúladóttir
2. bekkur:
Ástrún Kolbeinsdóttir, Arnór Orri Einarsson, Hildigunnur Þórsdóttir, Ísak Sigurjón Bragason og Ingibjörg J. Kristjánsdóttir
3. bekkur:
Heiðrún Halldórsdóttir og Linda Björk Sveinsdóttir
4. bekkur:
Elín Friðriksdóttir, Svala Eyjólfsdóttir, Ólöf Kristín Jónsdóttir og Sigrún Baldursdóttir
5. bekkur:
Heiðrún Halldórsdóttir og Hildur Sveinsdóttir
6. bekkur:
Heiðrún Helga Bjarnadóttir og Svala Jónsdóttir
7. bekkur:
Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, Svala Eyjólfsdóttir og Birgitta Mjöll Eyþórsdóttir
8. bekkur:
María Hrund Guðmundsdóttir og Rósa Konný Jóhannesdóttir
9. bekkur:
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir
10. bekkur:
Eggert Ólafsson, Tania Dianne Ellifson og Linda Björk Sveinsdóttir