roofing

Lubbi finnur málbein

Á Hnoðrabóli er meðal annars notast við málræktarefnið Lubbi finnur málbein sem er hugsað til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn. Í námsefninu er lögð áhersla á íslensku málhljóðin þar sem hvert málhljóð er kynnt með stuttri sögu, skemmtilegri vísu og með táknrænni hreyfingu. Lubbi er í aðalhlutverki en hann er íslenskur fjárhundur sem fer í ferðalag um Ísland í leit að málbeinum sem eru málhljóðin. Í Lubbi finnur málbein er áhersla á fjölþætta skynjun og segja má að börnin læri málhljóðin í þrívídd. Það er með samþættingu heyrnar- og sjónskyns, ásamt hreyfi- og snertiskyni. 
 

Hér er hægt að nálgast fleiri upplýsingar um þetta skemmtilega efni. 

 Málhljóð vikunnar á Hnoðrabóli 24-25

 

Önnur verkefni sem tengjast málörvun eru samtvinnuð við Lubba.

Hér má sjá áætlanir fyrir aðra málörvun 2024-2025

Málörvun og Lubbi á Rauðu deild haust 24

Málörvunarstundir á Gulu 24-25