roofing

Veturinn 2014-2015 fór fram hugmyndavinna hjá starfsfólki skólans til að ramma inn þau gildi sem Hnoðraból stendur fyrir. Eftir góða ígrundun var eitt sem stóð uppúr, voru allir sammála um að þetta gildi væri leiðarljós Hnoðrabóls og væri búið að skína í gegnum starf liðinna áratuga, MEÐ SÓL Í HJARTA. 

  • Sólin táknar gleði, jákvæðni, að láta ljós sitt skína og hún er okkar næring á sál og líkama. 
  • Hjartað táknar hamingju, umhyggju, vináttu, væntumþykju, það er okkar lífæð. Þar þroskast okkar innri maður og færnin til að takast á við áskoranir í lífinu. 

Við höfum það að leiðarljósi að ganga inní daginn MEÐ SÓL Í HJARTA og öllum þeim viðfangsefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Börnin eru mjög meðvituð um hvað gildið þýðir, hvernig það getur hjálpað okkur og er það á vörum okkar dagsdaglega í tákni og tali. 

Nöfnin á deildunum vísa í gildið, yngri deildin heitir Rauða deild og er merki hennar rautt hjarta, eldri deildin heitir Gula deild og er merki hennar sólin. 

Með sól í hjarta og söng á vörum 

við setjumst niður í grænni laut 

í lágu kjarri við kveikjum eldinn 

og kakó hitum og eldum graut