roofing

Farsæld barna

Í janúar 2022 tóku í gildi lög um farsæld barna. Lögin miða að því að tryggja að börn og foreldrar þeirra hafi greiðan aðgang að nauðsynlegri þjónustu og fái rétta aðstoð á réttum tíma. Með því að samþætta þjónustu og efla samstarf milli skóla, heilsugæslu, félagsþjónustu og annarra þjónustuaðila verður auðveldara að bregðast við þörfum barna.

Börn og foreldrar hafa aðgang að tengilið í sínum skóla sem aðstoðar við að finna viðeigandi úrræði. Starfsfólk sem vinnur með börnum hvort sem það er í leik-, grunn- og framhaldsskóla, félags­þjónustu, íþrótta, tómstunda eða heilbrigðisþjónustu ber sameiginlega ábyrgð á að greina aðstæður þeirra og grípa snemma inn í.

Markmiðið er að börn og fjölskyldur falli ekki milli kerfa, að sjónarmið barna séu virt og að hagsmunir barnsins séu alltaf í forgrunni.
Útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess.

Sótt af heimasíðu farsældar barna (https://www.farsaeldbarna.is/is/farsaeldarlogin).

Tengiliður Hnoðrabóls er Kristín Ásdís Snorradóttir, sérkennslustjóri.