Í aðalskipulagi er sett fram stefna um ýmsa þætti eins og landnotkun, hver byggðaþróun og -mynstur sé og stefna um samgöngu- og þjónustukerfi. Stefnumörkun aðalskipulags á að miða við minnst 12 ára tímabil en samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort eigi að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi hvers kjörtímabils fyrir sig.
Slíkt mat er m.a. byggt á þeim breytingum á lögum sem gerðar eru á kjörtímabili og á landsskipulagsstefnu stjórnvalda sem aðalskipulög sveitarfélaga byggja á.
Skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 var samþykkt til kynningar af hendi sveitarfélagsins 8. júní 2023 og var aðgengileg í skipulagsgátt frá 15. júní til og með 18. september 2023.
Vinnslutillaga aðalskipulagsins er í kynningu í skipulagsgátt frá 26. september til og með 14. nóvember 2024, málið er nr. 242/2023 [tengill]. Opin hús verða auglýst síðar.
Verkfræðistofan Efla sér um endurskoðunina og halda úti verkefnavef aðalskipulagsins þar sem hægt er skoða núgildandi aðalskipulag (2010-2022), kortlagningu vega í náttúru Íslands og flokkun landbúnaðarlands. Hér er tengill á verkefnavef aðalskipulagsins.
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er Vinnslutillaga á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 auglýst frá 26. september til og með 14. nóvember 2024.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Borgarbyggð setur hér farm drög að endurskoðun aðalskipulags sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037.
Vinnslutillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 242/2023 .
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn ábendingum til og með 14. nóvember 2024. Ábendingum skal skila inn í rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www. skipulagsgatt.is.
Athugið að opin hús verða haldin varðandi vinnslutillöguna á auglýsingartíma og verða þau auglýst síðar.
Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.
Nú hefur verið leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar og sjónarmið sem varða efni hennar.
Kynningafundur um skipulagslýsinguna var haldinn 12. september 2023 og auglýstur sérstaklega á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hér er upptaka af fundinum sem var streymt í beinni af Kvikmyndafjelagi Borgarfjarðar.
Kynning lýsingarinnar var skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.