Tónlist

Tónlistarnámið er fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa. Elstu tveimur árgöngum í leikskóla býðst að taka þátt í forskóla tónlistarskólans.

Í hljóðfæranámi býðst á læra á mörg ólík  hljóðfæri og einnig er boðið upp á söngnám og stúdíónám.

Stúdíónámið fer fram bæði á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi. Kennt er í smærri hópum hjá byrjendum og í einkatímum hjá þeim sem það kjósa og eru búnir með byrjunaráfanga í 1-2 annir.

Söngleikjadeildin er ætluð nemendum frá 7 ára aldri og þar er unnið með söng og leiklist og sýningar í lok hvorrar annar. Bæði forskólinn og söngleikjadeildin koma ítrekað fram á vegum sveitarfélagsins.

 

Hægt er að sækja um námið gegnum kerfi skólans (Speedadmin) HÉR