Leiklist
Leiklist fyrir eldri nemendur er kennd í samstarfi við Leynileikhúsið og leiklistarfélag MB og geta allir nemendur MB tekið þátt á forsendum skólans auk þess sem nemendur í 10.bekk geta sótt um að taka þátt. Um er að ræða undanfaranámskeið og svo sýningarvinnu og sýningar í MB á vorönn. Leiklistarkennslan fer fram í MB seinnipartinn á miðvikudögum auk viðbótartíma þegar kemur að sýningarvinnu.
Þeir nemendur í 10.bekk í grunnskólum Borgarbyggðar sem taka þátt í öllu verkefninu og skapa sér þannig matseiningar við nám í MB geta stundað leiklistarnámið án skólagjalda vegna samninga MB og Listaskólans.
Þeir sem kjósa að taka aðeins undanfaranámskeiðið í leiklist greiða hóptímagjald í eina önn samkvæmt gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Sýningin Syngdu var vorsýning Leikfélags MB vorið 2023 undir stjórn Agnars Jóns Egilssonar.
Nýlega hófust æfingar vegna námskeiðs og sýningar vorið 2024 og er leikstjóri nú Rebekka Magnúsdóttir. Þóra Sif Svansdóttir sér um söngþjálfun.