Danslist

Boðið er upp á danslistarnám fyrir 10-12 ára nemendur af öllum kynjum í samstarfi við Dansgarðinn. Kenndir eru hóptímar í Borgarnesi og undir lok annar verður æft og sýnt með hópum í Dansgarðinum í Reykjavík. Um er að ræða stórar jóla- og vorsýningar í Borgarleikhúsinu.

Danslistarnámið felst í grunnkennslu í ballet og skapandi hreyfingu og  nútímadansi.

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum í speglasal MB kl.14:30-16:00 báða dagana.

Áherslan er á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemandi fær tækifæri til að þroskast og blómstra. Við kennslu er stuðst við aðalnámskrá listdansskóla.