roofing

Eigið eldvarnaeftirlit

Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í starfsemi slökkviliðs. Í starfsemi eldvarnareftirlits felst yfirferð teikninga og úttektir, auk fræðslu fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir. Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnaeftirlit með brunavörnum.

Eigið eldvarnareftirlit er nauðsynlegt í baráttunni gegn eldsvoðum. Eigið eldvarnareftirlit felur í sér daglegt og reglubundið eftirlit sem fyrirtæki og stofnanir sinna að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Eigandi mannvirkisins ber ábyrgð á eigin eldvarnareftirliti og skal gæta þess að mannvirkið fullnægi að öllu leiti þeim brunavörnum sem lög og reglugerðir gera kröfu um hverju sinni. Eldvarnafulltrúi fyrirtækis er tengiliður fyrirtækis til Slökkviliðs Borgarbyggðar og skal upplýsa eldvarnaeftirlit slökkviliðsins um stöðu brunavarna ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Eldvarnafulltrúi getur sótt sér yfirferðalista fyrir mánaðarlegar skoðanir og árlegar skoðanir hér fyrir neðan. Skal eldvarnafulltrúi fylla út skoðunarskýrslu og halda til í möppu sem fer svo til yfirferðar hjá slökkviliði einu sinni á ári.

Hægt er að fræðast um eigið eldvarnaeftirlit á eftirfarandi slóða frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. https://hms.is/brunavarnir/forvarnir-og-fraedsla/eigi%C3%B0-eldvarnareftirlit

Gátlisti – mánaðarleg skoðun

Gátlisti – árleg skoðun

Eldvarnaeftirlit – samningur