Saga leikskólans
Virðing – gleði – vinátta
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri í Borgarbyggð er þriggja deilda leikskóli sem getur vistað 65 börn samtímis. Deildarnar heita Goðheimar, Álfheimar og Hulduheimar.
Leikskólinn var stofnaður af foreldrum í febrúar 1981 og var þá staðsettur í kjallara Bændaskólans á Hvanneyri. Snemma árs 1983 flutti hann í húsnæði Andakílsskóla. Árið 1990 var tekin fyrsta skóflustungan af fyrstu leikskólabyggingunni við Túngötu 27 á Hvanneyri og var flutt inn í hana árið 1991. Byggt var við leikskólann árið 2000 og varð hann þá tveggja deilda leikskóli. Þann 3. október 2005 varð skólinn þriggja deilda en þá var opnuð ný deild við Andabæ þar sem fólksfjölgun var mikil á staðnum og leikskólinn orðin fullsetinn. Deildin var opnuð í íbúð í parhúsi nálgæt leikskólanum í eigu sveitafélagsins og henni breytt í deild fyrir yngstu börnin.
Árið 2008 var svo skólflustunga tekin af nýjum leikskóla við Arnarflöt 2. Þar sem leikskólinn við Túngötu 27 var orðin of lítill. Leikskólinn flutti í nýja húsnæðið í lok febrúar árið 2009, þar sem hann er starfsræktur í dag.
Skólinn er vel staðsettur í umhverfi kletta og náttúru sem býður upp á skemmtilega upplifun og reynslu sem nýtt er í námi barnanna.