Rútuferðir
Boðið er upp á rútu heim úr Óðali einu sinni í viku fyrir unglinga utan Borgarness. Rúturnar keyra GBF hringinn (Hvanneyri, Kleppjárnsreykir, Varmaland, Bifröst) og einnig fer bíll á Mýrarnar sem stoppar við afleggjara upp að bæjum á þjóðveginum.
Nauðsynlegt er að skrá sig í rútu. Skráning fer fram vikulega í gegnum Abler.
Ekki er rukkað gjald fyrir fyrir rútuferðirnar.
Leiðbeiningar fyrir Abler
- Heimsækið vefverslun Abler hér
- Veljið réttan aldurshóp (miðstig eða unglingastig)
- Starfsfólk þarf svo að bæta unglingi við hóp sem getur skráð sig í rútur heim. Sendið skilaboð á starfsfólk í gegnum Abler eða tölvupóst á odal@borgarbyggd.is og óskið eftir að bæta viðkomandi við Mýrar eða GBF.
- Nú getið þið skráð ykkur í rútur heim!