Daglegt starf
Það er mikilvægt að börnin taki þátt í daglegu starfi í leikskólanum en með því öðlast þau færni til að gegna hinum ýmsu hlutverkum eftir því sem færni og þroski eykst. Leikskólanám er samþætt nám þar sem börnin læra við mismunandi aðstæður.
Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð auk þess sem börnin taka þátt í ýmsum ákvörðunum sem snúa að daglegum athöfnum. Öll tækifæri eru nýtt til að örva færni barnanna t.d. í matartímum, fataklefa og á snyrtingu.
Börnin taka þátt í að móta og þróa leikskólastarfið og leitað er eftir þeirra áliti varðandi ýmis málefni s.s. viðfangsefni, verkefnaval, viðburði, samskiptareglur, ýmsar ákvarðanir o.fl.