Stundatöflur
Meðfylgjandi eru stundatöflur fyrir opna tíma og æfingar í íþróttamiðstöðinni vorið 2025.
Öllum þeim sem eiga árskort í íþróttamiðstöðina er velkomið að mæta í opna tíma í hádegisþrek, spinning, vatnsleikfimi og aðra opna tíma sem auglýstir eru.
Íris Grönfeldt íþróttafræðingur veitir leiðsögn í þreksal. Ungmenni 12–15 ára með árskort þurfa að mæta til Írisar í leiðsögn áður en þeim er veitt heimild til að vera í salnum án eftirlits.
Sunddeild Skallagríms er með sundgarpaæfingu á fimmtudögum, skráning fer fram í gegnum abler.
Gönguferðir með Mummu Lóu á þriðjudögum eru opnar öllum. Um er að ræða létta og hressandi gönguferð um bæinn í um klukkustund.
Til þess að skrá börn í æfingar er best að hafa samband við viðkomandi félög. Nánari upplýsingar hér www.umsb.is