roofing

Veikindi barna

Veikindi barna skal tilkynna í gegnum karellen appið eða í síma 4337180.  

Þegar börn eru veik er mikilvægt að þau séu heima og nái að hvíla sig. Þegar börn koma aftur eftir veikindi þurfa þau að geta tekið þátt í öllu starfi leikskólans, þar með talið útiveru.  

Mikilvægt er að láta vita alla dagana sem barnið mætir ekki og gott er að fá upplýsingar um af hvaða toga veikindin eru. 

Hér fyrir neðan er nýuppfært skjal sem gefið er út af heilsugæslunni um hve lengi æskilegt sé að börn séu heima eftir veikindi auk ráðlegginga um veikindi og lyfjagjafir. Við hvetjum alla foreldra til að kynna sér þetta skjal vel og hafa til hliðsjónar í veikindum vetrarins. 

Ráðleggingar til leikskóla