21. mars, 2025
Allar fréttir

Stóra Upplestrarkeppnin var haldin á Varmalandi í Borgarfirði miðvikudaginn 19. mars. En keppnin er samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla á Vesturlandi. Grunnskólinn í Borgarnesi átti tvo fulltrúa, þær Ásdísi Veru Gunnarsdóttur og Sóleyju Rósu Sigurjónsdóttur.
Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og Sóley Rósa stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár.



