Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi fór fram í Dalabúð, Búðardal þann 16. apríl síðastliðinn. Keppendur voru níu talsins og komu frá Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Lesnir voru textar úr bókinni Hetju eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Þá fluttu keppendur ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni voru þau Valdís Einarsdóttir, Jóhanna Sigrún Árnadóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson.
Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi voru Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir, Lísa Camila Carneiro Valencio og Reynir Antonio Þrastarson. Voru þau skólanum til mikils sóma og stóðu sig frábærlega vel. Aðrir keppendur voru Lóa Arianna Paredes Casanova og Valgarður Orri Eiríksson frá Heiðarskóla, Róbert Orri Viðarsson og Bryndís Mjöll Guðmundsdóttir frá Auðarskóla og Georg Guðnason og Helga Laufey Hermannsdóttir frá Grunnskóla Borgarfjarðar.
Úrslit keppninnar fóru á þessa leið:
- sæti: Lóa Arianna Paredes Casanova, Heiðarskóla
- sæti: Helga Laufey Hermannsdóttir, GBF
- sæti: Georg Guðnason, GBF
Óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Við megum svo sannarlega vera stolt af þessu unga fólki.