15. apríl, 2024
Allar fréttir

Föstudaginn 8.mars fór stór hópur úr unglingadeild í stærðfræðikeppni FVA á Akranesi. Það hefur aldrei verið eins mikil þátttaka eins og í ár og eru við afar ánægð með okkar nemendur, en frá okkur tóku 45 krakkar þátt. Þeir nemendur sem voru í efstu tíu sætunum voru boðnir á verðlaunaafhendingu sl. laugardag og áttum við þar tvo fulltrúa í 8.bekk, fimm í 9.bekk og tvo í 10.bekk. Af þessu krökkum áttum við tvo fulltrúa í efstu þremur sætunum, þá Adam Franciszek Drózdz í 9.bekk sem hafnaði í þriðja sæti og Benjamín Mager Hlynsson í 10.bekk sem hafnaði í 1.sæti.

Tengdar fréttir