14. febrúar, 2024
Allar fréttir
Þær voru ýmsar fígúrurnar og furðuverurnar sem voru á ferli hér í skólanum í dag og settu skemmtilegan svip á skólastarfið. 1. – 7. bekkur sló „köttinn úr tunnunni“ og uppskáru allir nammipoka að launum. Þá var haldið Öskudagsdiskó í Óðali fyrir 5. – 7. bekk og voru fengnir DJ-ar úr 10. bekk til að halda uppi stuðinu. Foreldrafélagið skaffaði nammið og sá um að útbúa tunnurnar fyrir daginn og eiga þau veglegt hrós skilið fyrir það. Þar var passað upp á að allir bekkir fengju nammipoka, líka unglingastigið sem þurfti þó ekki að slá „köttinn úr tunnunni“.
Það var ekki að sjá annað en að allir hafi skemmt sér vel í dag.