11. október, 2024
Allar fréttir
Fimmtudaginn 3. október fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram, eða Mjólkurhlaupið eins og krakkarnir kalla það. Hlaupið var um íþróttavöllinn, yfir í Englendingavík, eftir fjörunni framhjá Landnámssetrinu og upp á Brákarbraut. Þar var hlaupið upp eftir Borgarbrautinni í átt að Skallagrímsgarði þar sem hlaupin var smá flétta áður en endað var í marki við íþróttahúsið. Það voru 311 krakkar sem hlupu alls 812,5 km. sem er 22,5 km. meira en í fyrra.
Að loknu hlaupi fengu allir mjólk en Mjólkursamsalan, MS, styrkir útgáfu viðurkenningarskjala sem hver skóli fær að loknu hlaupi þar sem fram kemur fjöldi þátttakenda og vegalengdin sem hlaupin var. Með Ólympíuhlaupinu er verið að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.
Í þetta sinn hlupu allir árgangar saman og fengu krakkarnir hið sæmilegasta veður á meðan á hlaupinu stóð.

Tengdar fréttir