26. janúar, 2024
Allar fréttir

Magnús Scheving frumkvöðull og athafnamaður heimsótti krakkana á unglingastigi í dag og var með nýsköpunar- og frumkvöðlafræðslu fyrir þau. Þar fór hann yfir þau skref sem þarf að taka þegar maður vill framkvæma góða hugmynd þannig að hún verði að frambærilegri vöru. Þá tók hann meðal annars fram að það dugir ekki að hanga í símanum allan daginn og láta hann mata sig af skjáefni heldur þarf að rísa upp og gera hlutina sjálfur. Þá skiptir líka máli hvernig framkoma þeirra er og birtingarmynd þegar þau vilja koma sér á framfæri, sem á einnig við um þegar þau sækja um draumastarfið. Það er óhætt að segja að fyrirlestrarnir hjá Magnúsi séu fjörugir og að hann nái að halda athyglinni hjá krökkunum allan tímann. Heimsóknin í dag er tilkomin af nýsköpunarverkefni hjá 9. bekk og kíkti Magnús á verk þeirra að fyrirlestri loknum.

 

Tengdar fréttir