9. febrúar, 2024
Allar fréttir

Þær eru ýmsar leiðirnar fyrir kennara til að brjóta upp hefðbundna kennslu á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ein af þeim er að láta nemendur kljást við verkefni í Breakout þar sem áhersla er lögð á samvinnu, samskipti og þrautseigju nemenda auk þess sem það eflir þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni. Í ár hefur verið boðið upp á Breakout á Smiðjuhelgi hjá unglingastigi og nú í vali en þar sem stefnan er á að taka þetta form enn frekar inn í kennslu þá var haldið námskeið fyrir kennara og deildarstjóra skólans núna í vikunni.