12. apríl, 2024
Allar fréttir
Litla upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í gær. Keppendur stóðu sig mjög vel. Þeir lásu ljóð að eigin vali og kafla úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í 1. sæti varð Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir, í 2. sæti Lísa Camila Carneiro Valencio, í 3. sæti Reynir Antonio Þrastarson og í 4. sæti Timoté Chaverot. Dómarar voru Finnbogi Rögnvaldsson, Þórunn Kjartansdóttir og Guðrún Vala Elísdóttir. Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Auðarskóla 16. apríl næstkomandi. Sigurvegarar í keppninni í gær munu verða fulltrúar skólans okkar þar. Foreldrar stóðu fyrir Pálínuboði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.