23. október, 2025
Allar fréttir

Föstudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf sín allan daginn, líkt og konur gerðu árið 1975.

Vegna forfalla fellur því allt starf innan Grunnskólans í Borgarnesi niður þann daginn.

Okkur finnst nauðsynlegt að standa saman og halda áfram baráttu kvenna og kvára til jafnréttis, ekki síst sökum þess að jafnréttisbaráttunni hefur hrakað töluvert. Við sjáum það m.a. í fleiri tilkynningum um kynbundið ofbeldi í samfélaginu, launamunur kynjanna hefur aukist, misrétti í verkaskiptingu á heimilum er enn ríkjandi og ekki síst þær hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum sem er að skjóta rótum hér á landi.

Við tökum því þátt í verkfallinu og hvetjum konur og kvár til að taka höndum saman og taka þátt í baráttunni sem fer fram í hjarta Reykjavíkur þann 24. október

Áfram konur og kvár!

 

 

Tengdar fréttir