23. apríl, 2024
Allar fréttir

Halldór Jónsson, Sæmundur Óskar Ólason og Kristján Pétursson frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í dag og gáfu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálm, buff og endurskinsmerki. Með þeim í för var Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kennari og fór hún yfir það með krökkunum hvernig á að stilla hjálminn á sig og mikilvægi þess að hafa alltaf hjálm þegar þau hjóla. Þá fengu krakkarnir leiðbeiningar til að taka með heim og sýna foreldrum sínum þessi atriði. Þökkum við Kiwanisklúbbnum Þyrli fyrir þessar veglegu og þörfu gjafir.

Tengdar fréttir