15. desember, 2023
Allar fréttir

Í dag er lokadagur jólaútvarpsins og viðburðaríkri viku að ljúka. Eins og tíðkast hefur þá voru Bæjarmálin í beinni á dagskrá í dag þar sem bæjarpólitíkin var skeggrædd.
Þá var fjallað um jólaútvarpið í hádegisfréttum RÚV í dag og þar tekið viðtal við Auðunn tæknimann. Umfjöllunina má finna hér:
Við þökkum öllum þeim sem lögðu við hlustir og þeim sem styrktu jólaútvarpið á einhvern hátt.
Meðfylgjandi myndir eru af tæknimönnum við störf og frá dagskrárliðnum Bæjarmálin í beinni.