10. maí, 2024
Allar fréttir

IÐN er hluti af vali í unglingadeild og nú í vetur, líkt og áður, hefur skólinn verið í samstarfi við nokkur fyrirtæki í bænum sem nemendur geta valið um að heimsækja einu sinni í viku, klukkutíma í senn í 7 – 8 vikur. Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist fjölbreytileika iðngreina, þjálfi verkkunnáttu sína og fái verknám á vinnustað. Við búum í einstaklega góðu samfélagi og höfum fengið mjög góð viðbrögð í gegnum tíðina frá fyrirtækjum bæjarins, allir boðnir og búnir að taka við nemum. Í ár var engin undantekning frá því en þau fyrirtæki sem hafa tekið á móti nemendum í vetur eru; N1, Hár Center, Landnámssetrið, Geirabakarí, Grillhúsið og EJI. Færum við þeim bestu þakkir fyrir samstarfið og ekki síst jákvæðnina gagnvart verkefninu. Meðfylgjandi eru myndir frá síðustu önn vetrarins í IÐN.

Tengdar fréttir