21. febrúar, 2024
Allar fréttir

Nemendur í 2. bekk gáfu skólanum húllahringi sem þau höfðu verið að búa til í textílmennt en hugmyndina fengu þau í kjölfar umræðna þeirra á milli um skort á útileikföngum í frímínútum skólans. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir kennari útvegaði krökkunum efnivið í verkefnið og sáu þau svo um að setja hringina saman og skreyta með rafvirkjateipi en sjálfir húllahringirnir eru gerðir úr rafmagnsröri og tengi. Það var svo kl. 9:00 í morgun að húllahringirnir voru afhendir formlega Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra sem rifjaði upp gamla takta í tilefni dagsins. Frábært verkefni frá flottum krökkum.

Tengdar fréttir