Forvarnardagurinn er haldin á hverju hausti og var nú haldin í 19. sinn. Dagskráin er hugsuð fyrir nemendur í 9.bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla. Að forvarnardeginum standa embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Samfés, Heimili og skóli og Ríkislögreglustjóri, auk embættis landlæknis sem fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins.
Í ár tóku nemendur og kennarar 9.bekkjar að sjálfsögðu fullan þátt í Forvarnardeginum þar sem nemendurnir fengu fræðslu, unnu í umræðuhópum, svöruðu spurningum og skráðu hugmyndir sínar niður. Nemendur tóku einnig þátt í leik þar sem möguleiki var á verðlaunum og eitt verkefni bekkjarins hlaut þessi verðlaun og voru þau afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðastliðin laugardag. Vinningshafarnir voru þær Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir, Emma Mist Andradóttir, Kristný Halla Bragadóttir og Valdís Björk Samúelsdóttir