17. maí, 2024
Allar fréttir

Golfklúbbur Borgarness í samstarfi við íþróttakennara skólans buðu nemendum skólans í golfkennslu föstudaginn 10. maí sl.

Hverju stigi var skipt upp í hópa þar sem farið var yfir mismunandi grunnþætti og öryggi í golfi. Allir fengu að prófa “Drive” í básunum, “chippur” á æfingasvæðinu og “pútt” á púttvellinum undir handleiðslu íþróttakennara og fulltrúa golfklúbbsins. Það sáust glæsilegir taktar og greinilega margir mjög efnilegir golfarar í hópnum.

Hér eru nokkrar myndir frá þessum vel heppnaða degi.

Tengdar fréttir