19. mars, 2025
Allar fréttir
Aldan er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þar fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félaglega færni.
Á síðustu dögunum hefur okkur borist skemmtilegar gjafir frá Öldunni. En Þórður Kárason hefur hannað og smíðað gjafir handa nemendum í  1. – 7. bekk. Þórður lagði mikið upp úr því að gjafirnar hentuðu hverjum bekk fyrir sig og voru þær útfærðar sem allskonar þrautir.
Ragnar Magni, Benni og Ölver komu með Þórði í skólann og afhentu bekkjunum gjafirnir.
Við þökkum þeim kærlega fyrir.

Tengdar fréttir